Námskeið fyrir karla sem vilja beita sér í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi

Stígamót Logo
 • Stígamót bjóða upp á stutt en ítarlegt námskeið um kynferðisofbeldi gegn konum, með sérstakri áherslu á hvað karlar geta gert til að berjast gegn því
 • Tilgangurinn er að þátttakendur öðlist dýpri skilning á mikilvægum hugtökum og viðfangsefnum sem varða kynbundið ofbeldi
 • Farið er yfir hvernig baráttan hefur þróast og af hverju mikilvægt er að karlar taki þátt í henni
NÁNAR UM NÁMSKEIÐIÐ
Bandamenn 3

Á námskeiðinu er kafað dýpra í:

 • Fjölbreyttar birtingarmyndir kynferðisofbeldis
 • Afleiðingar kynferðisofbeldis
 • Brotaþolavæna umræðu
 • Reynsluheim kvenna
 • Kynjakerfið og kynjamisrétti
 • Klámvæðingu
 • Nauðgunarmenningu
 • Karlmennsku og ofbeldi
 • Umræðuna um ofbeldismenn

ATHUGIÐ!

Námskeiðið er ekki hugsað sem vettvangur eða stuðningshópur fyrir gerendur ofbeldis eða til að takast á við eigin skaðlegu hegðun gagnvart öðrum. Fyrir það mælum við eindregið með að kíkja á úrræðið Taktu Skrefið. Einnig er þjónusta í boði fyrir einstaklinga sem beita ofbeldi í nánum samböndum hjá Heimilisfriði.