Í stuttu máli → 

  • Stígamót bjóða upp á ítarlegt námskeið um kynferðisofbeldi gegn konum, kynsegin einstaklingum og öðrum jaðarsettum hópum
  • Sérstök áhersla á hvað karlar geta gert til að berjast gegn því ofbeldi
  • Í boði eru regluleg kvöld- og helgarnámskeið fyrir áhugasama karlmenn
  • Einnig bjóðast sérsniðin námskeið fyrir stofnanir, vinnustaði og aðra afmarkaða hópa
  • Námskeiðin má halda á Stígamótum, annarri staðsetningu eða rafrænt í gegnum Zoom
  • Hópurinn hittist í nokkur skipti í nokkra tíma í senn, u.þ.b. 9 tíma í heildina
  • Miðað er við 15-20 þátttakendur í einu
  • Námskeiðið býðst um helgar, á vinnutíma a virkum dögum eða um kvöld
  • Þátttökugjald á námskeið: 15.000 kr (5.000 kr fyrir námsfólk)
  • Námskeiðið er ekki hugsað sem vettvangur eða stuðningshópur fyrir gerendur ofbeldis eða til að takast á við eigin skaðlega hegðun gagnvart öðrum

Nánari upplýsingar veitir Hjálmar G. Sigmarsson, ráðgjafi á Stígamótum: [email protected]

Markmið

  1. Markmiðið er að veita karlmönnum dýpri skilning á mikilvægum hugtökum og önnur verkfæri til að berjast gegn kynbundnu ofbeldi
  2. Að skapa rými fyrir karla til að ræða þennan málaflokk
  3. Að karlar þrói saman aðferðir og aðgerðir til að ná til og virkja fleiri stráka og karla í baráttunni

Tilgangur

  1. Að styðja við brotaþola
  2. Að skoða heildarmyndina
  3. Að skoða tengslin á milli:
    • Kynjamismununar og kynjakerfisins
    • Karlmennskuhugmynda og kynferðisofbeldis
  4. Að vinna gegn:
    • Nauðgunarmenningu
    • Gerendameðvirkni

Fyrir hverja er námskeiðið?

Námskeiðið er hugsað fyrir karla sem hafa áhuga á að taka þátt í umræðunni gegn kynbundnu ofbeldi, bæði lengra komna og þá sem eru að taka sín fyrstu skref. Eitt af markmiðum námskeiðsins er að skapa rými þar sem karlar fá tækifæri til að ræða þennan málaflokk með öðrum körlum sem hafa áhuga á að taka þátt í baráttunni.

Vangaveltur námskeiðsins

  • Erum við karlar meðvitaðir um reynsluheim kvenna og annarra jaðarsettra hópa?
  • Erum við að meðtaka hversu umfangsmikil mismunun gagnvart t.d. konum er?
  • Erum við meðvitaðir um eðli og afleiðingar kynferðisofbeldis?
  • Hvað erum við karlar að gera?
  • Hvað ætlum við að gera?
  • Ætlum við  vera hluti af vandanum eða lausninni?

Lærdómur byltinga síðustu ára

  • Kynferðisofbeldi er alvarlegasta birtingarmynd kynjamisréttis, en er bara hluti af þeirri mismunun sem konur verða fyrir daglega
  • Þessi veruleiki hefur áhrif á líf flestra kvenna
  • Birtingarmyndir kynferðisofbeldis eru mjög margar og fjölbreyttar
  • Kynferðisleg áreitni er algengari og afleiðingar þess alvarlegri en almennt er talað um
  • Valdamunur og valdamisbeiting á sér mismunandi birtingarmyndir
  • Önnur jaðarsetning, t.d. fötlun, uppruni, aldur, trú og kynhneigð, getur gert reynslu brotaþola af ofbeldi og afleiðingum þess flókna og marglaga
  • Ofbeldi karla gegn konum er mjög umfangsmikið og við höfum enn bara séð lítinn hluta vandans

Námskeiðið fjallar m.a. um

  • Nauðgunarmenningu
  • Klámvæðingu
  • Feðraveldið
  • Skaðlega karlmennsku
  • Gerendameðvirkni
  • Skrímslavæðingu
  • Slaufunarmenningu
  • Ábyrgðarmenningu

Hvað getum við karlar gert til að styðja við brotaþola?

  1. Stutt við brotaþola í nánasta umhverfi
  2. Velt fyrir okkur hversu margar konur sem við þekkjum hafa talað um að hafa orðið fyrir kynferðislegu áreiti og ofbeldi
  3. Styrkt samtök sem vinna með brotaþolum og annað femíniskt starf
  4. Skoðað hugmyndir okkar og samskipti við konur, hinsegin og kynsegin manneskjur
  5. Skilið að karlmaður á líklega aldrei eftir að skilja fullkomlega hvað konur upplifa daglega
  6. Aukið meðvitund okkar um tengsl karlmennskuhugmynda og kynferðisofbeldis
  7. Hlustað í stað þess að fara í vörn, tala um kynhlutleysi og halda fram “ekki allir karlar”
  8. Skoða á gagnrýninn máta hugmyndir okkar um kynlíf, mörk, samþykki, klám og vændi
  9. Skoðað eigin hegðun
  10. Hjálpað gerendum að taka ábyrgð og leita sér aðstoðar

Mikilvægt að hafa í huga

  1. Að vera femínisti/bandamaður er ferli
  2. Að líta inn á við og beita femíniskum viðmiðum í einkalífinu er grundarvallarskref
  3. Að karlar þurfa ekki að vera alls staðar – mikilvægt er að bera virðingu fyrir rýmum sem eru ekki hugsuð fyrir karla
  4. Að hlutverk karla í baráttunni gegn kynbnundu ofbeldi er að virkja fleiri karla

Komdu á námskeið!

Boðið er upp regluleg námskeið fyrir áhugasama karlmenn á kvöldin og um helgar, og sérhönnuð námskeið fyrir vinnustaði, stofnanir og aðra afmarkaða hópa. Val er um staðsetningu og tímasetningu þeirra námskeiða.