Bandakonur og -kvár: staðnámskeið

Bandakonur og -kvár: staðnámskeið

STAÐNÁMSKEIÐ FYRIR KONUR OG KVÁR

ATHUGIÐ: Breyttar dagsetningar

Dagsetningar: Fimmtudagana 14. og 21. mars

Tímasetning: 18:00-21:00

Mikilvægt er að mæta bæði skiptin. 

Stígamót, miðstöð fyrir brotaþola kynferðisofbeldis, bjóða upp á námskeið fyrir konur og kvár sem vilja taka þátt í umræðunni um kynbundið ofbeldi, til að taka umræðuna um kynbundið ofbeldi í sínu umhverfi, t.d. í vinahópum, fjölskyldu og vinnustöðum.Um er að ræða ítarlegt námskeið þar sem lögð er áhersla á að skoða fjölbreytt viðfangsefni sem varða þennan málaflokk.  

Stígamót hefur frá upphafi lagt áherslu á að öll umræða um kynferðisofbeldi sé brotaþolavæn, þ.e. að tekið sé mið af reynslu og þörfum þeirra sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi. Þannig að baráttan gegn kynferðisofbeldi, gegn nauðgunarmenningu felur í sér að skapa nýja menningu, þar sem brotaþolar upplifa stuðning og að eiga rétt á að leita sér hjálpar og réttlætis. Menning sem einnig kallar og styður gerendur ofbeldis til að taka ábyrgð á því ofbeldi sem þeir hafa beitt.  

Á námskeiðinu verða eftirfarandi þemu tekin fyrir: birtingarmyndir kynferðisofbeldis, afleiðingar kynferðisofbeldis, kynjakerfið, karlmennskur, klámmenning, nauðgunarmenning, brotaþolavæn-menning, umræðan um gerendur og ábyrgðamenning. 

ÞÁTTTÖKUGJALD: 15.000 kr, 5000 kr fyrir námsfólk með kóðanum „skolafolk“.

Gengið er frá greiðslu í lok skráningarformsins. Við hvetjum þátttakendur til að athuga styrki frá stéttafélögum og atvinnurekendum.  

Fyrir vinnustaði: Það er hægt að skrá starfsmenn á námskeiðið með því að senda póst á  [email protected]. Einnig er boðið upp á að senda reikning beint á vinnustaðinn.

Nánari upplýsingar eru að finna hér á heimasíðunni. Einnig er hægt að hafa samband við Hjálmar G. Sigmarsson ráðgjafa á Stígamótum: [email protected]

#

DAGSETNINGAR

Fimmtudagana 14. og 21. mars

#

STAÐSETNING

Stígamót, Höfðabakki 9, 110 Reykjavík

#

TÍMASETNING

kl. 18:00-21:00

#

ÞÁTTTÖKUGJALD

15.000 kr. 5000 kr. fyrir námsfólk