Af hverju námskeið um kynbundið ofbeldi?

Tilgangurinn með þessu námskeiði er að þátttakendur öðlist dýpri skilning á mikilvægum hugtökum og viðfangsefnum sem varða kynbundið ofbeldi.

Undanfarin ár hefur umræðan um kynferðisofbeldi aukist og þróast heilmikið. Krafan um áhrifameiri forvarnir er komin á dagskrá og með #metoo varð áherslan á gerendur ásamt kröfunni um þátttöku karla í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi meira áberandi. 

Byltingar síðustu ára:

Druslugangan, #freethenipple, #konurtala, Styttum Svartnættið, #metoo, #höfumhátt, #metoo2

 

Hefur umræðan aukist og þróast nóg?

Erum við öll að taka þátt í henni? 

Hvað hefur komið fram í þessum byltingum?

  • Kynferðisofbeldi er alvarlegasta birtingarmynd kynjamisréttis, en er bara hluti af þeirri mismunun sem konur verða fyrir á hverjum degi
  • Þessi veruleiki hefur áhrif á líf flestra kvenna
  • Birtingarmyndir kynferðisofbeldis eru mjög margar og fjölbreyttar
  • Kynferðisleg áreitni er algengari og afleiðingar þess alvarlegri en almennt er talað er um
  • Aukin umræða hefur varpað ljósi á valdamun og mismunandi birtingarmyndir valdamisbeitingar
  • Ofbeldi karla gegn konum er mjög umfangsmikið og við höfum bara séð lítinn hluta vandans

Erum við karlar að takast á við ofbeldi karla gegn konum?

  • Erum við karlar meðvitaðir um reynsluheim kvenna?
  • Erum við að meðtaka hversu umfangsmikil mismunun gagnvart konum er?
  • Erum við meðvitaðir um eðli og afleiðingar kynferðisofbeldis?
  • Hvað erum við karlar að gera?
  • Hvað ætlum við að gera?
Ætlum við að vera hluti af vandanum eða lausninni?

 

Hvernig styðjum við betur við brotaþola?

Hvert er hlutverk karla í umræðunni um kynbundið ofbeldi?

Hvernig virkjum við fleiri karla í baráttunni gegn kynferðisofbeldi?
Fræðsla Nánar um námskeiðið Spila

Námskeiðið er hugsað fyrir karla sem hafa áhuga á að taka þátt í umræðunni gegn kynbundnu ofbeldi. Eitt af markmiðum námskeiðsins er að skapa rými þar sem karlar fái tækifæri til að ræða þennan málaflokk með öðrum áhugasömum körlum

#